** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] - Theodór Emil Karlsson, aðstoðarmaður fasteignasala - [email protected] eða 6908040 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Raðhús á einni hæð ásamt bílskúr við Arnartanga í Mosfellsbæ. Bakgarður í suðurátt með timburverönd, tvær timburverandir eru líka fyrir framan húsið. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Eignin er skráð 122,0 m2, þar af raðhús 94,0 m2 og bílskúr 28,0 m2. Raðhúsið skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, fataherbergi/geymslu, forstofu, eldhús, borðstofu og stofu. Bílskúrinn er í bílskúrslengju skammt frá húsinu og er í dag nýttur sem íbúðarrými.
Smelltu hér til að fá sölubækling.Nánari lýsing:Forstofa er með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús er með L-laga innréttingu og borðkrók, parket á gólfi. Eldhúsið var stækkað fyrir nokkrum árum og eru því nýlegir gluggar í eldhúsi.
Stofa og borðstofa er með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á timburverönd og garð í suðurátt. Á timburverönd er kaldur geymsluskúr.
Svefnerbergi nr. 1 er með parketi á gólfi. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi.
Svefnherbergi nr. 2 er með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi nr. 3 er með parketi á gólfi.
Fataherbergi/geymsla er á á gangi með parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með salerni og sturtuklefa. Tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi. Gluggi er á baðherbergi.
Bílskúr er með innkeyrslu- og inngangshurð. Bílskúrinn er í dag nýttur sem íbúðarrými með fataskápum, eldhúskrók, svefnkrók og baðherbergi með salerni, vask og sturtuklefa. Gólfhiti er í bílskúr.
Verð kr. 69.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.