Fellsás 9, Mosfellsbær
51.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
134 m2
51.900.000
Stofur
2
Herbergi
4
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2001
Brunabótamat
43.800.000
Fasteignamat
48.800.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin Sækja PDF

Lýsing


**Hringdu og bókaðu skoðun - Sýnum daglega**
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 134,0 m2 íbúð á neðri hæð með glæsilegu útsýni sem í dag er skipt upp í tvær íbúðir við Fellsás 9 í Mosfellsbæ. Eignin er í fjórbýlishúsi sem stendur innst í botnlanga með glæsilegu útsýni. Stór skjólgóð hellulögð verönd í suðvesturátt. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Smelltu hér til að fá sölubækling sendan strax.
Gengið er niður stiga meðfram húsinu til að komast í eignina. Búið er að útbúa tvær íbúðir. Báðar með sérinngangi. Íbúð nr. 1: Komið er inn í hol með skápum. Á hægri hönd er eldhús með hvítri innréttingu og parketi á gólfi.  Í innréttingu er eldavél og vifta. Inn af holi er svefnherbergi með fataskápum og parketi á gólfi. Á vinstri hönd úr holi er komið inn í stofu með parketi á gólfi. Á hægri hönd er flísalagt baðherbergi og þvottahús með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Á vinstri hönd úr stofu er geymsla og gluggalaust herbergi með parketi á gólfi. Íbúð nr. 2. Komið er inn í forstofu með fataskáp og flísum á gólfi. Úr forstofu er hurð inn í hina íbúðina. Úr forstofu er komið inn í eldhús og stofu með parketi á gólfi. Í eldhúsi er L-laga hvít innrétting. Í innréttingu er eldavél. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd og garð með glæsilegu útsýni. Inn af stofu er flísalagt baðherbergi með innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi. Þar við hlið er svefnherbergi með fataskápum og parketi á gólfi. Inn af svefnherbergi er geymsla.
Fellsás 9 og 9A var áður parhús með tveimur íbúðum. Nýjum eignaskiptasamningi hefur verið þinglýst og skiptir hann húsinu upp í fjögur fastanúmer í stað tveggja áður. Tvær íbúðir í hvoru húsi.
Verð kr. 51.900.000,- 
Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali