Fasteignasala Mosfellsbæjar S: 586-8080 kynnir: Mjög fallegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr við Reykjabyggð 22 í Mosfellsbæ.
Eignin er skráð 214,6 m2, þar af einbýlishús 172,6 m2 og bílskúr 42 m2 og stendur á 750 m2 eignarlóð. Gólfflötur íbúðarhússins er 200 m2 og nýtist hann allur en reiknast 172,6 m2 vegna þakhalla efri hæða. Eignin skiptist í: Jarðhæð: Mjög rúmgóða stofu og borðstofu, eldhús, forstofu, gestasnyrtingu, þvottahús og geymslu. Á efri hæð er sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, lítið herbergi og baðherbergi. Bílskúrinn er með tveimur innkeysluhurðum og er geymsluloft yfir öllum bílskúrnum. Stór og gróinn garður með afgirtri timburverönd í suðvesturátt. Hellulagt bílaplan og gönguleið að og meðfram húsinu með hitalögn.
Fagmat ehf. ástandsskoðaði fasteignina þar sem segir m.a.: „Skoðunarmaður telur að viðhaldi fasteignarinnar hafi verið sinnt af kostgæfni.“
Skýrsla er hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar.
Smelltu hér til að fá sölubækling sendan strax.
Komið er inn í forstofu með fataskáp og flísum á gólfi. Á hægri hönd í forstofu er flísalögð gestasnyrting með innréttingu. Úr forstofu er komið inn í hol með parketi á gólfi. Þar á hægri hönd er þvottahús með innréttingu og flísum á gólfi. Úr þvottahúsi er gengið út í garð. Inn af þvottahúsi er geymsla með dúk á gólfi. Á vinstri hönd úr holi er gengið inn í mjög rúmgóða stofu og borðstofu með parketi á gólfi. Bæði úr stofu og úr borðstofu er gengið út í garð. Úr borðstofu og úr holi er gengið inn í eldhús með hvítri innréttingu og borðkrók, korkflísar á gólfi. Í innréttingu er ofn, keramikhelluborð og vifta. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Úr holi er stigi upp á 2. hæð. Á hæðinni er rúmgott fjölskyldurými/sjónvarpshol með parketi á gólfi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi með fataskápum og parketi á gólfi. Lítið herbergi með parketi á gólfi (geymsla á teikningu) og endurnýjað baðherbergi með innréttingu, sturtu og baðkari. Gólfhiti er á baðherbergi. Fyrir framan húsið stendur bílskúrinn með tveimur innkeyrsluhurðum með opnara og inngangshurð bakatil. Yfir öllum skúrnum er geymsluloft.
Verð kr. 84.900.000,-