Krókur, Hótel Hlíð , Ölfus
Tilboð
Atvinnuhúsnæði
24 herb.
937,6 m2
Tilboð
Stofur
Herbergi
24
Baðherbergi
25
Svefnherbergi
21
Byggingaár
2001
Brunabótamat
285.700.000
Fasteignamat
122.550.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin Sækja PDF

Lýsing


Fasteignasala Mosfellsbæjar S: 586-8080 kynnir:  874,7 m2 Hótel við Krók í Ölfusi.  Eignin er skráð, herbergisálma 580,1 m2 og þjónustuhús 294,6 m2. Hjallakrókur, 62,9 m2 sumarhús sem notað var sem starfsmannahús fylgir eigninni.

Gengið er um aðalinngang inn i þjónustuhúsið sem skiptist í matsal, snyrtingar og vinnurými. Matsalurinn er reiknaður fyrir 100 manns og miðast rýmingarleiðir við það.  Snyrtingar eru með skilrúmum og flísum á gólfi, aðstaða er fyrir fimm manns.  Lítil geymsla er við hlið snyrtinga.  Móttökuborðið er bogadregið og nýtist einnig sem bar hótelsins.  Við hlið móttökuborðs er ágæt skrifstofa.  Aftan við móttöku og við hlið matsalar er vinnurými með epoxý á gólfi.  Það skiptist í rúmgott og vel búið eldhús, geymslu fyrir borðbúnað og aðföng og starfsmannaaðstöðu.  Í starfsmannaaðstöðu er snyrting með sturtuaðstöðu, þvottavélar og geymsla fyrir starfsemina.  Milli þjónustuhúss og herbergisálmu er ágæt setustofu fyrir gesti hótelsins.

Svefnherbergisálman er teppalögð með 21. gistiherbergi.  20 herbergi eru tepplögð og ýmist með svefnaðstöðu fyrir tvo eða þrjá og fataskáp.  Inni á hverju herbergi er sér snyrting með flísum á gólfi, upphengdu salerni, lítilli innréttingu og sturtuklefa.  Eitt herbergjanna er með svefnaðstöðu fyrir fimm manns og plastparketi á gólfi.  Fremst í álmunni er línherbergi með epoxý á gólfi og skolvaski.  Við enda gangsins er útgengi út í afgirtan garð með palli og heitum potti.

Hvert herbergi er sér brunahólf EI60 með hurð að gangi EI30CS.  Annar gluggin á hverju herbergi er björgunarop.  Hljóðvörn milli herbergja og að gangi miðast við að uppfylla leiðbeinandi ákv. í 173. gr. byggingarreglugerðar. Allar klæðningar á veggjum og lofti eru í flokki 1 (13 mm gifs) inni en út er A-klæðning (ál og bárujárn) yfir krossvið (klæðning í flokki 2).  Gólfefni eru í flokki G og þakefni í flokki T.  Veggir hússins eru smíðaðir úr einingum frá SP hönnun með 150 mm steinullareinangrun.  Þak er hefðbundið sperruþak með lituðu bárustáli.  Upphitun er hitaveita, ofnar í öllum rýmum en gólfhiti í snyrtingum herbergja.  Rými án glugga eru með vélrænni loftræstingu.
Allur búnaður sem er til staðar við skoðun fylgir eigninni.  Engar upplýsingar liggja fyrir um ástand búnaðar. 

Hjallakrókur, 62,9 m2 sumarhús sem notað var sem starfsmannahús fylgir eigninni. Eignin er skráð sumarhús 60 m2 og svefnloft 2,9 m2.
62,9 m2 sumarhús með svefnlofti og verönd við Hótel Hlíð í Ölfussi.  Forstofa er parketögð og með fatahengi.  Tvö parketlögð herbergi eru í húsinu.  Stofa er parketlögð, góð lofthæð er í stofu.  Parketlagt svefnloft er í húsinu.
Húsið er kynnt með rafmagni og er hitakútur fyrir neysluvatn.

Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að til þess.

Óskað er eftir kauptilboði í eignina
Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Sigurður Gunnarsson
Löggiltur fasteignasali