Spóahöfði 22, Mosfellsbær

TilboðEinbýlishús
357 m2
6 herbergja
Margir inngangar
Herbergi 6
Stofur 2
Baðherbergi 3
Svefnherbergi 6
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 109.350.000 Kr.
Brunabótamat 117.150.000 Kr.
Byggingarár 2000

Lýsing


Fasteignasala Mosfellsbæjar s. 586 8080 kynnir:  Glæsilegt 357,0 m2 einbýlis/tvíbýlishús á tveimur hæðum við Spóahöfða 22, á jaðarlóð við golfvöllinn í Mosfellsbæ.
Húsið er í dag skráð á tvö fastanúmer, þ.e. 259,7 m2 efri sérhæð m/bílskúr ásamt hluta neðri hæðar og hinsvegar 97,3 m2 íbúð á neðri hæð.  Búið er að opna á milli íbúðanna og húsið nýtt sem ein heild.  Auk þess er ca. 40 m2 óskráð rými undir bílskúr og þar er búið að innrétta aukaíbúð sem er í útleigu.
Aðkoma er að húsinu að ofanverðu og þar er stórt steypt bílaplan með snjóbræðslu.  Inngangur á efri hæðina er vinstra megin við bílskúrinn, þar er komið inn í forstofu með parketi á gólfi.  Á vinstri hönd er svefnherbergi með parketi á gólfi.  Úr forstofu er opið inn í hol og stofu með parketi á gólfi.  Á vinstri hönd er opið inn í glæsilegt eldhús með borðkrók.  Í eldhúsi er falleg hvít/eikar lituð innrétting með ljósum steini á borði.  Halogen helluborð, blástursofn í borðhæð og ljósa háfur yfir halogen helluborði. Úr eldhúsi er gengið út á yfirbyggðar flísalagðar svalir með miklu útsýni yfir golfvöll Mosfellsbæjar og út á Sundin.  Úr eldhúsi er opið inn í borðstofu og stofu og þar er mikið útsýni til vesturs út á Sundin.  Á hægri hönd frá holi er svefnherbergisgangur, þar er stórt hjónaherbergi með miklum skápum og parketi á gólfi.  Þar við hlið er baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, með viðarinnréttingu, nuddbaðkari og handklæðaofni.  Innst á gangi er rúmgott barnaherbergi með parketi á gólfi.  Úr holi er stigi niður á neðri hæð hússins.  Þar er komið inn í rúmgóða sjónvarpsstofu með parketi á gólfi.  Á hægri hönd er sérinngangur á neðri hæðina.  Á hæðinni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, nýstandsett baðherbergi með sturtu og þvottahús/geymsla. Við hlið inngangs á neðri hæð er sérinngangur í stúdíóíbúð sem innréttuð er í óskráðu rými undir bílskúr. Íbúðin skiptist í stofu, eldhúskrók, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. 
Stór timburverönd er sunnanmegin við húsið og þar er innyggður heitur pottur. Grasflöt er við húsið að vestanverðu.  Þetta er einstaklega falleg staðsetning, neðst í botnlanga, mikið útsýni og golfvöllur Mosfellsbæjar við lóðarmörk.
Óskað er eftir verðtilboði í eignina.  Allar nánari upplýsingar fást hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080.

Kort
Sölumaður

Einar Páll KjærnestedLöggiltur fasteignasali
Netfang: einar@fastmos.is
Sími: 5868080

Sækja PDF

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir naðan!
CAPTCHA code