Logafold 143, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
133.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
6 herb.
215 m2
133.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
92.400.000
Fasteignamat
123.700.000

** Hafðu samband og bókaðu tíma fyrir skoðun  - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 690-8040  - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali [email protected] eða 862-9416 **

Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 690-8040  - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - [email protected] eða 862-9416 **

FASTMOS kynnir: Fallegt og vel skipulagt 215 m2 raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Logafold 143 í Grafarvogi. Birt stærð eignarinnar er 215 m2 þar af er íbúðarhluti 181 m2 og bílskúr 34 m2. Hluti efri hæðar er undir súð og því er fermetrafjöldi talsvert meiri en opinber skráning segir til um. Skráðir fermetrar efri hæðar eru 95 m2 en gólfflötur hæðarinnar er um 120 m2.

Bílaplan er hellulagt og með snjóbræðslu. Hellulögð verönd er fyrir framan húsið. Fallegur garður í suðausturátt með timburverönd, heitum potti og útisturtu. Svalir í suðausturátt.
Vinsæl staðsetning í grónu og fjölskylduvænu hverfi Grafarvogi. Stutt í skóla, sundlaug, verslun og alla helstu þjónustu. Ekki þarf að labba yfir umferðagötu til að ganga í skóla.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.


Helstu framkvæmdir skv. seljendum: Skipt var um járn og pappa á þaki ca. árið 2010. Skipt um þakkant aftan við hús árið 2022. Baðherbergi á efri hæð hefur verið endurnýjað. Skápar og skúffur í eldhúsi sprautulakkaðar og borðplata pússuð og lökkuð. Búið er að setja gólfhita í eldhús. Skipt hefur verið um gler í gluggum þegar þess hefur gerst þörf. Eignin hefur annars fengið gott almennt viðhald.

Nánari lýsing
Jarðhæð:
Stofa/borðstofa er björt með parket á gólfi. Úr stofu er gengið út á timburverönd og garð í suðausturátt.
Eldhús er bjart með flísum á gólfi, viðarinnréttingu með hvítum glans skápahurðum og skúffum. Í innréttingu er eldhúsvaskur, ofn, helluborð og vifta. Flísar eru milli efri og neðri skápa. Gert er ráð fyrir tveimur ísskápum og uppþvottavél í innréttingu. Góður borðkrókur er í eldhúsi. Hiti er í gólfi í eldhúsi.
Búrherbergi: er inn af eldhúsi.
Hol er milli forstofu og stiga með fataskáp og flísum á gólfi.
Forstofa er með flísum á gólfi. Úr forstofu er innangengt í þvottahús og bílskúr.
Gestasalerni er inn af forstofu með flísum á gólfi, handlaug, gólfsalerni og opnanlegum glugga.
Þvottahús er með flísum á gólfi og borði með skolvask. 
Bílskúr er með steyptu gólfi. Bílskúrshurð er með rafmagnsopnun. Útgönguhurð við hlið bílskúrshurðar. Einnig er útgengt á timburverönd úr bílskúr.
Stigi milli hæða er parketlagður
Efri hæð:
Sjónvarpshol er með parket á gólfi. Úr sjónvarpsholi er gengið út á svalir til suðausturátt.
Svefnherbergi nr. 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi. Úr hjónaherbergi er gengið út á svalir til suðausturátt.
Svefnherbergi nr. 2 er rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi. 
Svefnherbergi nr. 4 er rúmgott með parket á gólfi. 
Geymsla: er inn af holi
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með handlaug, vegghengdu salerni og "walk-in" sturtu. Gott skápapláss og opnanlegur gluggi í rýminu.

Verð. kr. 133.500.000,-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.